Völdu Jimi Hendrix besta gítarleikara allra tíma

Jimi Hendrix.
Jimi Hendrix.

Lesendur breska tímaritsins Total Guitar hafa úrskurðað að Bandaríkjamaðurinn Jimi Hendrix sé besti gítarleikari sem uppi hafi verið. Hendrix, sem lést árið 1970 aðeins 27 ára gamall, fékk flest atkvæði í lesendakönnun blaðsins en Jimmy Page, sem lék á gítar í hljómsveitinni Led Zeppelin, og Eric Clapton, sem nýlega sótti björg í bú í Laxá á Ásum, komu næstir.

„Það besta við þetta er að þetta er ekki álit einhverra gagnrýnenda á því hverjir séu bestu gítarleikararnir - þessir strákar falla sjálfsagt ekki allir þar í kramið, en þeir eru án efa háværustu, fimustu og mest spennandi gítarleikarar sem spilað hafa rokk og ról," sagði Scott Rowley ritsjóri Total Guitar um þá sem skipuðu efstu sætin á listanum.

Tímaritið tilnefndi sjálft 440 gítarleikara sem lesendur gátu valið úr. Aðeins ein kona, Tracy Chapman, var í þeim hópi.

„Mér finnst það allt í lagi," sagði Rowley. „Konur eru ekki með eins mikil læti eða eins kappsfullar á þessu sviði og karlar. Í stað þess að vera með sýndarmennsku reyna þær að semja góð lög. Sem er sennilega miklu gáfulegra."

Tuttugu efstu gítarleikararnir í kjörinu eru eftirfarandi:

1. Jimi Hendrix
2. Jimmy Page
3. Eric Clapton
4. Slash (Guns N' Roses)
5. Brian May (Queen)
6. Joe Satriani
7. Eddie Van Halen (Van Halen)
8. Dave Gilmour (Pink Floyd)
9. Kirk Hammett (Metallica)
10. Steve Vai
11. Carlos Santana (Santana)
12. James Hetfield (Metallica)
13. Tom Morello (Rage Against The Machine)
14. Kurt Cobain (Nirvana)
15. Mark Knopfler (Dire Straits)
16. Zakk Wylde (Ozzy Osbourne)
17. Gary Moore (Thin Lizzy o.fl)
18. Jeff Beck (Yardbirds, Jeff Beck Group)
19. Stevie Ray Vaughan
20. Angus Young (AC/DC).

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur legið í dvala allt of lengi svo nú er komið að því að láta hendur standa fram úr ermum. Gefðu þér tíma til að sinna ungum sem öldnum í fjölskyldunni.