Jöklar hopa hratt

Jöklar bráðna um allan heim.
Jöklar bráðna um allan heim. mbl.is/RAX

Umhverfisáætlun Sameinuðu þjóðanna segir í nýrri skýrslu, að jöklar hopi hraðar en nokkru sinni fyrr og margir gætu horfið á nokkrum áratugum með sama áframhaldi. 

Stofnunin fylgist með um 30 jöklum víðsvegar um heiminn og segir að bráðnun hafi verið afar mikil árið 2006. Mest hopaði norski jökullinn  Breidablikkbrea, um 3,1 metra en jökullinn Echaurren Norte í Chile var sá eini sem stækkaði. Að jafnaði hopuðu jöklarir um 1,5 metra árið 2006.

SÞ segja að þessi þróun gæti haft afar alvarlegar afleiðingar, einkum í Indlandi en ár í landinu eiga upptök sín í jöklum í Himalajafjöllum. Þá eiga margar ár á vesturströnd Bandaríkjanna upptök í jöklum í Klettafjöllum og Sierra Nevada.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert