Fyrsti sigur KR í fimm marka leik gegn Fram

Daði Guðmundsson skallar frá marki Fram áður en Kjartan Henry …
Daði Guðmundsson skallar frá marki Fram áður en Kjartan Henry Finnbogason nær til boltans. mbl.is/Golli

KR nældi í sinn fyrsta sigur í úrvalsdeild karla í knattspyrnu í kvöld með 3:2 sigri á Fram á Laugardalsvellinum, eftir að hafa verið 0:2 undir þegar 13 mínútur voru eftir af leiknum. Fram tapaði sínum fyrsta leik og missti af því að komast í toppsætið.

Ívar Björnsson og  Jón Guðni Fjóluson skoruðu fyrir Fram. Grétar Sigfinnur Sigurðarson minnkaði muninn í 2:1 og Björgólfur Takefusa skoraði síðan tvívegis og tryggði KR sigurinn.

Byrjunarlið Fram: Hannes Þór Halldórsson - Daði Guðmundsson, Kristján Hauksson, Jón Orri Ólafsson , Samuel Tillen - Halldór Hermann Jónsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Jón Guðni Fjóluson, - Almarr Ormarsson, Hjálmar Þórarinsson, Ívar Björnsson. 
Varamenn: Ögmundur Kristinsson -  Kristinn Ingi Halldórsson, Hlynur Atli Magnússon, Alexander Þórarinsson, Guðmundur Magnússon, Tómas Leifsson, Joe Tillen.

Byrjunarlið KR: Lars Moldskred - Eggert Rafn Einarsson, Grétar Sigurðarson, Baldur Sigurðsson, Guðmundur Reynir Gunnarsson - Óskar Örn Hauksson, Bjarni Guðjónsson, Skúli Jón Friðgeirsson, Jordao Diogo - Björgólfur Takefusa, Kjartan Henry Finnbogason. 
Varamenn: Þórður Ingason - Gunnar Kristjánsson, Viktor Bjarki Arnarsson, Egill Jónsson, Hróar Sigurðsson, Mark Rutgers, Ingólfur Sigurðsson.

Björgólfur Takefusa skoraði tvö marka KR í kvöld.
Björgólfur Takefusa skoraði tvö marka KR í kvöld. mbl.is/Ómar
Fram 2:3 KR opna loka
90. mín. Baldur Sigurðsson (KR) fær gult spjald Fyrir að sparka knettinum frá brotsstað.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert