Komum sterkir inn í seinni hálfleikinn

Rúnar Páll Sigmundsson.
Rúnar Páll Sigmundsson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

„Já eins og leikurinn þróaðist var ég sáttur við stigið og að við skyldum ná að skora og jafna metin. Við lágum svolítið á þeim undir lokin og það var ansi sætt að sjá boltann fara inn hjá Hilmari Árna,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, við mbl.is eftir jafnteflið við FH í toppslag Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

„Við byrjuðum leikinn mjög vel. Það var mikill kraftur í okkur en við gáfum síðan eftir á miðsvæðinu og FH-ingar náðu betri tökum á leiknum. Við ræddum málin vel í hálfleik og mér fannst við koma sterkir inn í seinni hálfleikinn og fannst við betri aðilinn í seinni hálfleik,“ sagði Rúnar Páll.

„Það er ótrúlega mikilvægt að fá framlag frá varamönnunum. Maður vill að þeir breyti gangi mála og það hafa þeir gert vel í sumar. Toppsætið er enn þá okkar og það er bara fínt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert