„Erum sterkasta liðið hérna“

Ásgerður segir Stjörnuna vera sterkasta liðið fyrirfram.
Ásgerður segir Stjörnuna vera sterkasta liðið fyrirfram. Hanna Andrésdóttir

Stjarnan er mætt til Króatíu þar sem liðið freistar þess að viðhalda þeirri „hefð“ að Ísland eigi fulltrúa í 32 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna. Til að svo megi verða þurfa Íslandsmeistararnir að vinna riðil sinn í forkeppninni, en leikið er í Osijek, rúmlega 100.000 manna bæ í austurhluta Króatíu.

Stjarnan er í riðli með Færeyjameisturum KÍ Klaksvíkur, Makedóníumeisturum ZFK Istatov og Króatíumeisturum ZNK Osijek. Aðeins efsta liðið kemst áfram í 32 liða úrslitin.

„Það fer mjög vel um okkur hérna. Miðað við fyrstu kynni er þetta allt ótrúlegt gott, ekki síst miðað við það sem við höfum vanist í Evrópukeppnum hingað til,“ segir Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og fyrirliði síðustu ár, en Stjörnukonur komu til Króatíu í fyrrinótt eftir langt ferðalag.

„Eftir gengi liðsins í Pepsi-deildinni heima er þetta góður tímapunktur til að kúpla sig út og takast á við nýtt verkefni hérna úti. Auðvitað setjum við markið á að komast í 32 liða úrslitin. Við eigum að gera það, því við erum sterkasta liðið hérna,“ segir Ásgerður.

Greinin í heild sinni er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert