„Við erum drullusvekktir“

Haukar fagnar marki sínu á Hlíðarenda í kvöld.
Haukar fagnar marki sínu á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Valgarður Gíslason

Fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson skoraði fyrir Val gegn Sheriff í 3. umferð Evrópudeildarinnar í kvöld en það dugði ekki til að komast áfram í keppninni þar sem Moldóvar komast áfram á marki skoruðu á útivelli. 

Haukur kom Val í 1:0 og þannig var staðan að loknum fyrri hálfleik og hnífjöfn í rimmu liðanna því Sheriff vann fyrri leikinn 1:0. „Tilfinningin var góð þegar við fórum inn í hálfleik. Svo kom Brassinn (Jo Santos) inn á hjá þeim á vinstri kantinn. Hann kom líka inn á í fyrri hálfleik og er mjög sprækur. Þeir voru betri í seinni hálfleik en þeim fyrri og við sköpuðum okkur svo sem ekki mikið í seinni hálfleik þar til í uppbótartímanum. Þetta er mjög súrt en við hefðum getað gert betur í seinni hálfleik,“ sagði Haukur þegar mbl.is ræddi við hann. 

Valsmenn gerðu heiðarlega tilraun til að komast áfram. Unnu leikinn 2:1 „Við stóðum svo sannarlega í þessu liði. Við erum drullusvekktir að fara ekki áfram miðað við færin sem við fengum í lokin. Þetta er mjög súrt,“ sagði Haukur og sagði leikmenn Sheriff vera tæknilega góða og hafa nokkra hágæðaleikmenn sem geta gert gæfumuninn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert