Óvissa með nafnana

Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það skýrist ekki fyrr en líður á vikuna hvort nafnarnir Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson geta verið með í leiknum gegn Belgum í Þjóðadeild UEFA í Brussel á fimmtudagskvöldið.

Valsmaðurinn og Íslandsmeistarinn Birkir Már sagði í samtali við mbl.is í dag að tæpt sé að hann verði alveg búinn að ná sér af meiðslunum sem hann varð fyrir í vináttuleiknum gegn Frökkum í síðasta mánuði.

Þá er Birkir Bjarnason ekki alveg heill heilsu en Aston Villa-maðurinn er nýkominn aftur á ferðina eftir nárameiðsli. Það sást á æfingu landsliðsins í Brussel síðdegis í dag en Birkir hlífði sér og beitti sér ekki að fullu.

Mikil meiðsli hafa herjað á leikmenn landsliðsins undafarna daga og vikur en Gylfi Þór Sigurðsson, Jó­hann Berg Guðmunds­son, Ragn­ar Sig­urðsson, Emil Hall­freðsson, Jón Daði Böðvars­son, Hólm­ar Örn Eyj­ólfs­son, Rún­ar Már Sig­ur­jóns­son og Björn Berg­mann Sig­urðar­son eru allir meiddir og verða ekki með í leikjunum við Belgíu og Katar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert