Breiðablik heimsækir Stjörnuna í bikarnum – Þrír Bestudeildarslagir

Bikarmeistarar Víkings heimsækja Aftureldingu.
Bikarmeistarar Víkings heimsækja Aftureldingu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dregið var í 16-liða úrslit bikarkeppni kvenna í knattspyrnu í höfuðstöðvum KSÍ kl. 12 í dag.

Öll 10 liðin úr efstu deild koma beint inn í 16-liða úrslitin og voru því í pottinum sem og Grótta, Fram, FHL, ÍA, Afturelding og Grindavík.

Breiðablik fer í heimsókn í Garðabæinn og á Sauðárkróki verður Norðurlandsslagur þar sem Þór/KA sækir Tindastól heim. Bikarmeistarar Víkings mæta Aftureldingu í Mosfellsbæ og Valur fær Fram í heimsókn.

Leikirnir fara fram um Hvítasunnuhelgina.

Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ og Hólmfríður Magnúsdóttir, fyrrverandi landsliðskona sáu um að draga.

16-liða úrslitin líta svona út:

Stjarnan - Breiðablik

Tindastóll - Þór/KA

FH - FHL

Afturelding - Víkingur

Þróttur - Fylkir

Grótta - Keflavík

Grindavík - ÍA

Valur - Fram

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert