Verðum ekki á sama hóteli

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari.
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari. Ljósmynd/Alex Nicodim

„Nei, við verðum ekki á sama hóteli,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í síðustu viku.

Ísland á fyrir höndum tvo leiki gegn Austurríki í undankeppni EM 2025. Sá fyrri fer fram ytra í næstu viku og sá síðari á Laugardalsvelli í þarnæstu viku.

Stutt er á milli leikjanna tveggja, þrír dagar, og var Þorsteinn á fundinum spurður hvernig hann teldi að endurheimt myndi ganga hjá liðinu á milli þeirra.

„Bara vel, eins vel og hægt er. Við fljúgum heim frá München seinni partinn á laugardegi, með austurríska liðinu þannig að það verður stemning.

Það er bara eins og vanalega undanfarið. Það er stutt á milli leikja eins og alltaf í landsleikjum. Við erum vön því og það er ekkert nýtt fyrir okkur.

Við gerum allt sem við getum til þess að endurheimt sé sem best. Við höfum gert margt undanfarið til þess að hjálpa okkur við það,“ sagði landsliðsþjálfarinn áður en hann tók fram að liðin yrðu ekki á sama hóteli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert