„Vinnum í vítaspyrnukeppni“

Eggert Magnússon, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands, er að sjálfsögðu mættur til Nice í Frakklandi til að fylgjast með íslenska landsliðinu í knattspyrnu etja kappi við Englendinga í 16-liða úrslitunum á Evrópumótinu.

Mbl.is rakst á Eggert í Nice í morgun og talið barst að sjálfsögðu að leiknum í kvöld.

„Tilfinningin er ótrúlega góð og það verður ótrúlega gaman í kvöld. Eins og ég sagði í viðtali á Sky Sports þá göngum við til leiks algjörlega án nokkurrar pressu en öll pressan er á enska landsliðinu. Við erum þegar búnir að ná frábærum árangri og viljum ná betri en það er engin kvöð.

Eins og liðið hefur verið að spila þá er engin spurning í huga mér að Ísland getur unnið England,“ sagði Eggert en sjá má allt viðtalið á meðfylgjandi myndskeiði.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 26. APRÍL

Útsláttarkeppnin