Yrði erfitt að fylla í skarðið

Costa fagnaði mörgum mörkum með Chelsea á síðasta tímabili.
Costa fagnaði mörgum mörkum með Chelsea á síðasta tímabili. AFP

Frank Lampard, fyrrverandi miðjumaður Chelsea, telur að það verði erfitt fyrir ensku meistarana að fylla í skarðið sem Diego Costa skilur eftir ef hann yfirgefur liðið.

Costa hefur lýst yfir áhuga á því að snúa aftur til Atlético Madrid á Spáni en áður hafði hann opinberað samskipti sín við knatt­spyrn­u­stjóra Chel­sea, Ant­onio Conte, og sagt að hann sé ekki vel­kom­inn leng­ur hjá Lund­únaliðinu.

„Hann er frábær sóknarmaður og við sáum það á síðasta tímabili,“ sagði Lampard við Sky Sports en Costa skoraði 20 mörk í úrvalsdeildinni á tímabilinu. „Það yrði erfitt að fylla í skarðið sem hann skilur eftir, það er ekki spurning,“ bætti Lampard við.

„Ég veit ekki hvað hann er að hugsa og hvort hann vilji fara eða ekki. Það væri mjög gott ef hann fer ekki í sumar en ef hann fer þarf Chelsea að finna frábæran sóknarmann í hans stað.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert