Fyrrverandi Eyjamaður í liði vikunnar á Englandi

George Baldock í leik með ÍBV gegn KR sumarið 2012.
George Baldock í leik með ÍBV gegn KR sumarið 2012. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

George Baldock, leikmaðiur enska knattspyrnufélagsins Sheffield United, er í liði vikunnar í ensku úrvalsdeildarinnar en það er Newcastle-goðsögnin Alan Shearer sem valdi liðið að þessu sinni. Boldock átti mjög góðan leik fyrir Sheffield United sem vann magnaðan 1:0-heimasigur gegn Arsenal í gær.

Baldock hefur spilað alla níu leiki nýliðanna í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið er í níunda sæti deildarinnar með 12 stig. Baldock lék með ÍBV sumarið 2012 við góðan orðstír en hann ræddi tíma sinn í Vestmannaeyjum í viðtali sem birtist í sjónvarpsþættinum vellinum á Síminn Sport á sunnudaginn síðasta.

„Ég vil hvetja alla unga leik­menn til þess að prófa eitt­hvað þessu líkt, sér­stak­lega ef þeir eru ekki að fá þann spila­tíma sem þeir þurfa. Gæðin á Íslandi komu mér á óvart en það kom mér líka á óvart að marg­ir liðsfé­lag­ar mín­ir unnu all­an dag­inn, aðallega í fiski, og mættu svo á æf­ingu klukk­an 17,“ sagði Baldock meðal annars í viðtalinu.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert