Solskjær sagður með stuðning stjórnar félagsins

Ole Gunnar Solskjær gengur af velli ásamt leikmönnum Manchester United …
Ole Gunnar Solskjær gengur af velli ásamt leikmönnum Manchester United eftir tapið gegn Burnley í gærkvöld. AFP

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, nýtur fulls stuðnings stjórnar félagsins þrátt fyrir köflótt gengi liðsins og tvo tapleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni, samkvæmt Twitter-færslu Sky Sports fyrir stundu.

Manchester United hefur ekkert gefið út opinberlega um stöðu Norðmannsins hjá félaginu en hann hefur verið gagnrýndur harkalega eftir ósigur liðsins á heimavelli gegn Burnley í gærkvöld, 0:2. Meðal annars lýsti Rio Ferdinand, gamall liðsfélagi Solskjærs og ákafur stuðningsmaður hans eftir að hann tók við starfinu, því yfir að tími væri kominn á breytingar eftir skammarlega frammistöðu gegn Burnley.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert