Rodri ekki tilnefndur

Erling Haaland og Rodri í leik Manchester City gegn Wolves …
Erling Haaland og Rodri í leik Manchester City gegn Wolves um helgina. AFP/Darren Staples

Átta leikmenn eru tilnefndir sem leikmenn ársins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Athygli vekur að Rodri, leikmaður Manchester City, er ekki á meðal þeirra.

Manchester City hefur ekki tapað með Rodri í liðinu í 71 leik í röð og Spánverjinn hefur verið stórkostlegur á tímabilinu. Liðsfélagar hans, Phil Foden og Erling Haaland eru tilnefndir.

Þrír Norðurlandabúar eru á listanum því auk Norðmannsins Haaland eru Svíinn Alexander Isak og landi Haaland, Martin Ödegaard tilnefndir.

Stuðningsmenn geta tekið þátt í kosningunni á leikmanni ársins en atkvæðin verða lögð saman við álit dómnefndar sérfræðinga.

Listinn í heild sinni:

Phil Foden (Manchester City)
Erling Haaland (Manchester City)
Alexander Isak (Newcastle)
Martin Ödegaard (Arsenal)
Cole Palmer (Chelsea)
Declan Rice (Arsenal)
Virgil van Dijk (Liverpool)
Ollie Watkins (Aston Villa)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert