Gengur vel strax eftir útgáfu

Skjáskot úr God of War.
Skjáskot úr God of War. Skjáskot/YouTube/PlayStation

Útgáfa tölvuleiksins God of War fyrir PC-tölvur reynist strax vera að ná miklum árangri. Hasarleikurinn var í fyrsta sæti á lista yfir söluhæstu PC-tölvuleiki á Steam í síðustu viku, samkvæmt SteamDB.

Leikurinn var einnig með fleiri en 73.000 virka leikmenn samtímis og að því virðist leikurinn vera gríðarlega vinsæll. Hann náði þúsundum fleiri virkum leikmönnum samtímis en Horizon Zero Dawn hefur nokkurn tímann náð.

God of War fyrir PC-tölvur kom út á Steam og Epic Games verslunina þann 14. janúar. Valve deilir gögnum opinberlega en það sama er ekki hægt að segja um Epic Games verslunina, svo óvíst er hversu vel leikurinn er að skila sér hjá Epic Games.

God of War kom fyrst á markað árið 2018 fyrir PlayStation tölvur einungis og skilaði vel af sér. Leikurinn seldist í 19,5 milljónum eintökum samkvæmt nýjustu talningu Sony.

Næsti God of War leikur, Ragnarok, á að koma út síðar á þessu ári fyrir PlayStation 5 og PlayStation 4.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert