Kristján: Gríðarlega svekkjandi

HAnnes Þór og Ívar Björnsson fagna þriðja sætinu.
HAnnes Þór og Ívar Björnsson fagna þriðja sætinu. mbl.is/Golli

„Þetta er gríðarlega svekkjandi, það er engin launung á því. Við vorum svo nærri þvi að landa þeim stóra en samt svo fjarri. Leikurinn í Hafnarfirði gerði gæfumuninn,“ sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga eftir að ljóst var að Íslandsmeistaratitilinn endaði i Hafnarfirði.

Hann var samt ánægur með sumarið í heild sinni, sagði ljóst að Keflvíkingar væru bara rétt að byrja. „Ég held þetta sé bara byrjunin hjá okkur. Keflavík er komið á kortið sem eitt af stóru liðinum á Íslandi og þar ætlum við okkur að vera,“ sagði Kristján.

Um leikinn við Fram sagði hann: „Við vorum lélegir í fyrri hálfleik, löguðumst aðeins um tíma í þeim síðari en svo eftir að við skoruðum var eins og við gleymdum hvernig við ætluðum að sækja á þá.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert