Væri til í að skoða það

Rúnar Kristinsson
Rúnar Kristinsson Ljósmynd/Lilleström

Nafn Rúnars Kristinssonar kemur óneitanlega upp í hugann þegar belgíska knattspyrnuliðið Lokeren er í þjálfaraleit en félagið sagði þjálfaranum Georges Leekens upp störfum í gær.

Arnar Þór Viðarsson tekur við starfi Leekens tímabundið og stýrði æfingu liðsins í gær en Arnar hefur verið varaliðsþjálfari og aðstoðarþjálfari hjá Lokeren og starfað fyrir félagið sem leikmaður eða þjálfari í mörg ár. Rúnar lék sem kunnugt er með Lokeren eins og Arnar og er á lausu en Rúnar missti starf sitt hjá norska úrvalsdeildarliðinu Lilleström í síðasta mánuði.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er Rúnar einn fjögurra sem koma til greina í starfið hjá Lokeren. ,,Ég hef ekki heyrt í neinum frá Lokeren. Auðvitað langar mig að taka næsta skref í þjálfuninni og starfa áfram erlendis.

Þetta er skemmtilegt starf þó svo að hlutirnir hafi farið svona hjá mér hjá Lilleström undir lokin. Ég dreg minn lærdóm af því og verð þá vonandi meira tilbúinn í næsta starf. Ef svo fer að Lokeren setji sig í samband við mig þá er ég meira en til í að skoða það og ræða við félagið en það verður bara að koma í ljós hvað verður,“ sagði Rúnar í samtali við Morgunblaðið í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert