Fleiri vandamál og minni gæði

Þjóðverjar fögnuðu sigri í Brasilíu fyrir hálfu þriðja ári.
Þjóðverjar fögnuðu sigri í Brasilíu fyrir hálfu þriðja ári. AFP

Af því bárust fregnir í vikunni að Gianni Infantino, forseti FIFA, væri tilbúinn með áætlun um að liðum á heimsmeistaramóti karla í knattspyrnu yrði fjölgað úr 32 í 48.

Mótið yrði þá með því fyrirkomulagi að leikið yrði í 16 þriggja liða riðlum, tvö lið færu upp úr hverjum riðli og svo tæki við 32ja liða útsláttarkeppni. Fleiri hugmyndir um stækkun HM hafa verið nefndar en kosið verður um málið í næsta mánuði.

Infantino hefur fært þau rök fyrir því að stækka HM að hann vilji gefa fleiri þjóðum tækifæri til að spila á þessu stærsta sviði fótboltans, í næststærsta íþróttaviðburði heims. Ég myndi samt ekkert útiloka það að aðalástæðan sé von um að FIFA græði meiri peninga. Þessi breytingartillaga leggst vægast sagt illa í mig, og vonandi fleiri.

Sjá viðhorfsgrein Sindra Sverrissonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert