Í bann fyrir að veitast að landsliðskonu

Þjálfarinn veittist að Karina Sævik.
Þjálfarinn veittist að Karina Sævik. Ljósmynd/Skjaskot

Jan Jönsson, þjálfari kvennaliðs Stabæk í Noregi, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Vålerenga á dögunum.

Jönsson fékk reisupassann eftir að hann fór inn á völlinn og veittist að norsku landsliðskonunni Karinu Sævik. 

Þrátt fyrir augljóst rautt spjald var Jönsson gríðarlega hissa þegar dómarinn rak hann upp í stúku.

Hann var ekki á hliðarlínunni er Stabæk mætti Brann í gær og þá missir hann einnig af leik liðsins við Lyn í næstu umferð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka