Alexander ekki með íslenska landsliðinu til Parísar

Alexander Petterson.
Alexander Petterson. Reuters

Alexander Petersson verður ekki með íslenska landsliðinu í handknattleik sem tilkynnt verður í vikunni og tekur þátt í fjögurra þjóða móti í Frakklandi um páskana. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stendur til að Alexander noti páskafríið, sem gefið verður frá keppni í þýsku 1. deildinni, til að fjarlægja málmplötur sem notaðar voru til þess að spengja saman kjálka Alexanders þegar hann kjálkabrotnaði í leik Íslands og Rússlands á Evrópumeistaramótinu í Sviss snemma á síðasta ári.

Tími þykir vera kominn til þess að gera þessa aðgerð frekar en að bíða þar til í sumar þegar keppni í þýsku 1. deildinni lýkur. Þá taka við æfingar og leikir við Serba hjá Alexander með íslenska landsliðinu í undankeppni Evrópumeistaramótsins í Noregi. Eins er mikil törn fram undan hjá Alexander með Grosswallstadt í þýsku 1. deildinni – tíu leikir á næstu tveimur mánuðum.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert