Endurtekið efni hjá Íslendingum og Tékkum

Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur gegn Tékkum.
Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur gegn Tékkum. mbl.is/Brynjar Gauti

Ísland sigraði Tékkland 26:25 í vináttulandsleik í handknattleik karla í Prag í dag. Íslenska liðið er að undirbúa sig fyrir leikina tvo gegn Serbum í undankeppni EM en Tékkar voru einnig lagðir með einu marki í gær. Heimamenn voru yfir í hálfleik 12:11 og höfðu yfir lengst af í síðari hálfleik. Íslendingar náðu hins vegar að knýja fram sigur með góðum leik á síðustu tíu mínútunum.

Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í íslenska liðinu með sex mörk en Róbert Gunnarsson kom næstur með fimm. Hreiðar Guðmundsson stóð í markinu í fjörtíu og fimm mínútur og varði ellefu skot. Björgvin Páll Gústafsson leysti hann af síðasta korterið og varði fjögur skot.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert