Eygló fékk annað gull í Kaupmannahöfn

Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona úr Ægi.
Eygló Ósk Gústafsdóttir sundkona úr Ægi. mbl.is

Eygló Ósk Gústafsdóttir vann í morgun til annarra gullverðlauna sinna á Norðurlandamóti unglinga í sundi þegar hún sigraði í 200 metra baksundi á 2:13,60 mínútum.

Í gær sigraði Eygló í 800 metra skriðsundi á mótinu sem fram fer í Kastrup, flugvallarhverfinu kunna í Kaupmannahöfn. Hún krækti ennfremur í silfurverðlaun í 100 metra baksundi en þar synti hún á 1:02,26 mínútu.

Anton Sveinn McKee fékk tvenn silfurverðlaun, í 1.500 m skriðsundi á 15:52,17 mínútum, og í 400 m skriðsundi á 3:59,58 mínútum.

Kolbeinn Hrafnkelsson fékk bronsverðlaun i 200 m baksundi en hann syndi þá vegalengd á 2:03,50 mínútum.

Njáll Þrastarson, Jóhanna Júlía Júlíusdóttir og Salome Jónsdóttir kepptu einnig á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert