Orðinn enn betri en fyrr eftir erfið meiðsli

Sindri Hrafn Guðmundsson að kasta spjótinu á háskólamóti fyrir Utah …
Sindri Hrafn Guðmundsson að kasta spjótinu á háskólamóti fyrir Utah State-háskólann í vor þar sem hann stóð sig vel. Úr einkasafni

Spjótkastarinn Sindri Hrafn Guðmundsson hefur komið sterkur til baka eftir erfið meiðsli sem héldu honum frá keppni í tæp tvö ár.

Sindri varð Íslandsmeistari í greininni fyrir þremur árum, þá 18 ára gamall, þegar hann kastaði 77,28 metra og setti um leið Íslandsmet bæði í flokki 18-19 ára og 20-22 ára sem standa enn. Vorið eftir meiddist hann á olnboga, fór í aðgerð um haustið og er nú loks einu og hálfu ári síðar farinn að kasta á ný. Og virðist engu hafa gleymt.

„Ég er jafnvel að kasta betur en fyrr, allavega hafa fleiri farið yfir 70 metra í ár og stöðugleikinn er meiri. Olnboginn verður reyndar aumur eftir á og það tekur nokkurn tíma að jafna sig, en þetta verður alltaf betra og betra og tekur styttri tíma að jafna sig eftir mót og æfingar. Þetta er því allt á réttri leið,“ segir Sindri Hrafn í Morgunblaðinu í dag.

Sjá viðtal við Sindra Hrafn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert