Svona þurfum við að spila

Craig Pedersen var ánægður með leik íslenska liðsins gegn Litháen.
Craig Pedersen var ánægður með leik íslenska liðsins gegn Litháen. Ófeigur Lýðsson

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta átti við ofurefli að etja þegar það mætti hinu ógnarsterka silfurliði síðustu tveggja Evrópumóta, Litháen, í Siauliai í gærkvöld. Um var að ræða síðasta leik Íslands áður en liðið heldur til Finnlands og mætir þar Grikklandi eftir viku í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í ár. Litháen náði snemma góðu forskoti og var 52:27 yfir í hálfleik, en vann að lokum 22 stiga sigur, 84:62.

„Við horfum ekki of mikið á úrslitin í þessum leik. Við vonuðumst eftir leik þar sem að allir gæfu alla sína orku í leikinn, berðust um hvern lausan bolta, og það gekk eftir. Það var aðalatriðið,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari Íslands, við Morgunblaðið eftir leikinn.

„Menn lögðu afar hart að sér í þessum leik. Við verðum að koma í hvern einasta leik á EM og leggja þessa sömu vinnu á okkur allan tímann. Það er sumt sem við getum gert betur en það var margt jákvætt við þessa frammistöðu. Hafa ber í huga að lið Litháens er eitt það besta í heimi,“ bætti Pedersen við.

Viðtalið í heild sinni er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert