Fengu opin skotfæri

Kári Jónsson með knöttinn.
Kári Jónsson með knöttinn.

Eitt það athyglisverðasta við leik Tékklands og Íslands í gær var frammistaða Hafnfirðingsins Kára Jónssonar.

Kári er tvítugur og hafði einungis leikið fimm A-landsleiki á Smáþjóðaleikunum í júní þegar hann kom óragur inn á í gær og skoraði 9 stig.

„Það var mjög skemmtilegt að fá að spreyta sig. Ég var spenntur fyrir fram og þegar ég kom inn á, en þegar maður byrjar að spila þá lifir maður sig inn í leikinn og stressið hverfur. Þannig séð er þetta ekki öðruvísi en aðrir körfuboltaleikir. Þjálfararnir treysta mér og hvöttu mig til að skjóta úr opnum færum. Samherjarnir fundu mig nokkrum sinnum í opnum færum og þá verður maður að negla boltanum ofan í,“ sagði Kári brattur þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær en hann setti niður þrjú þriggja stiga skot.

Sjá viðtalið við Kára og fleiri landsliðsmenn í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert