Sleginn út og ráðinn

Kristinn Óskarsson dómari, Ívar Ásgrímsson og Pétur Ingvarsson
Kristinn Óskarsson dómari, Ívar Ásgrímsson og Pétur Ingvarsson Árni Sæberg

„Þarna gefst mér tækifæri til að taka við góðu liði sem er að fara að spila í Dominos-deildinni. Ég er spenntur og þakklátur fyrir það, og ætla að nýta þetta tækifæri vel. Maður er í þessu til að reyna fyrir sér á stóra sviðinu,“ segir Pétur Ingvarsson sem í gær var kynntur sem nýr þjálfari karlaliðs Breiðabliks í körfubolta.

Erum nokkuð vel settir

Breiðablik vann sér sæti í úrvalsdeild í vor, eftir átta ára fjarveru, og gerði það einmitt með því að vinna lærisveina Péturs í Hamri frá Hveragerði í umspili. Pétur, sem er fyrrverandi landsliðsmaður, á langan feril að baki en hann var spilandi þjálfari Hamars í áratug áður en hann þjálfaði Ármann í skamman tíma og tók svo við Haukum árin 2008-2011. Pétur, sem er uppalinn Haukamaður, var einnig aðstoðarþjálfari Hauka 2015-2016, eftir að hafa stýrt Skallagrími í hálft ár, en tók svo við Hamri á ný í árslok 2016. Hann segir Blika ágætlega í stakk búna fyrir átök í efstu deild næsta haust:

„Miðað við lið úr 1. deildinni þá er mannskapurinn nokkuð vel settur til að fara upp um deild. Þetta eru ungir og sterkir leikmenn, en þá vantar kannski reynslu og ef til vill þekkingu á því að berjast við leikmenn á næsta stigi. Þeir fá tækifæri til þess núna. Ég reikna ekki með öðru en að ég setji ábyrgð og álag á þá til þess,“ segir Pétur og á honum er að skilja að það verði ekki miklar breytingar á Blikaliðinu:

Sjá viðtalið í heild inni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert