Fjölbreytt varnarúrræði

Framkonur eru komnar í úrslitaleik Coca Cola-bikarsins og mæta þar …
Framkonur eru komnar í úrslitaleik Coca Cola-bikarsins og mæta þar Haukum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Tvö efstu liðin í deildakeppni Íslandsmótsins, Fram og Stjarnan, mætast í úrslitaleik Coca Cola-bikars kvenna í handbolta í Laugardalshöll á morgun. Fram hafði betur gegn Haukum í síðari undanúrslitaleiknum í gærkvöldi 28:21.

Fram hafði frumkvæðið nánast allan leikinn eftir að hafa byrjað af krafti og náð 6:2 forystu snemma leiks. Fram hóf leikinn á framliggjandi vörn sem virkaði vel. Á þeim kafla bar lítið á Ramune Pekarskyte í sókninni en hún sótti í sig veðrið þegar á leið. Maria Ines Da Silva ætti að geta nýtt sér að spila á móti framliggjandi vörn en tókst það ekki að þessu sinni.

Fram lék einnig fína 6-0 vörn síðar í leiknum og liðið getur því breytt til í vörninni með ágætum árangri sem er mikill kostur. Stefán Arnarson, þjálfari Fram, tjáði Morgunblaðinu að leiknum loknum að hann hefði unnið með framliggjandi vörnina frá því dregið var í bikarnum. Óskar Ármannsson, þjálfari Hauka, sagði sína leikmenn hafa látið vörnina koma sér á óvart en það hefði þurft að vera vandamál því liðið ætti í vopnabúrinu ýmis leikkerfi gegn þess háttar vörn.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert