Vildi ekki missa af þessu tækifæri

Aðalsteinn Eyjólfsson
Aðalsteinn Eyjólfsson Ljósmynd/Hüttenberg/Mark Thürmer

Aðalsteinn Eyjólfsson er hættur þjálfun þýska 1. deildarliðsins Hüttenberg og tekur við þjálfun Erlangen í dag en liðið spilar í sömu deild. Aðalsteinn stýrði liði Hüttenberg í síðasta skipti í gær þegar liðið tapaði fyrir fyrir Lemgo á útivelli, 31:30, og eftir leikinn bárust fréttir af því að þetta hefði verið síðasti leikur liðsins undir hans stjórn.

„Ég fékk tilboð frá Erlangen sem stendur vel fjárhagslega og er með góðan mannskap og ég ákvað að taka því. Þetta er búinn að vera skemmtilegur tími hjá Hüttenberg en mér þykir vanta töluvert upp á umgjörðina hjá félaginu svo það geti verið samkeppnishæft í úrvalsdeildinni. Þó svo að stigataflan í dag segir að Erlangen sé ekki endilega betra en Hüttenberg þá er mikill atvinnubragur á því liði, umgjörðin er góð og það eru miklir möguleikar á að gera góða hluti með það. Ég vildi ekki missa af þessu tækifæri sem mér bauðst og ég tilkynnti forráðamönnum Hüttenberg í vikunni að ég ætlaði að nýta mér ákvæði í samningi mínum sem sagði að ég gæti farið til liðs sem spilar í úrvalsdeildinni,“ sagði Aðalsteinn í samtali við Morgunblaðið í gær en hann verður kynntur til leiks á fréttamannafundi í dag sem nýr þjálfari Erlangen.

Nánar er fjallað um málið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert