Guðmundur leggur áherslu á varnarleikinn

Guðmundur Guðmundsson og aðstoðarþjálfarinn Gunnar Magnússon.
Guðmundur Guðmundsson og aðstoðarþjálfarinn Gunnar Magnússon. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ný undankeppni hefst hjá karlalandsliðinu í handknattleik annað kvöld þegar Ísland tekur á móti Grikklandi í Laugardalshöllinni í undankeppni EM 2020. Er Ísland í riðli með Grikkjum, Tyrkjum og Makedónum. Á sunnudaginn munu landsliðsmennirnir leika í Tyrklandi. Verður þá nýr kafli skrifaður í sögu HSÍ því þjóðirnar hafa aldrei áður mæst í landsleik í íþróttinni.

Grikkir og Tyrkir hafa ekki náð langt í handknattleiknum í samanburði við Íslendinga, alla vega ekki á síðustu árum og áratugum. Boltagreinar hafa þó legið býsna vel fyrir þessum þjóðum og hafa þær báðar náð árangri bæði í knattspyrnu og körfuknattleik. Karlalandsliðið hefur þrívegis mætt Grikklandi í opinberum landsleikjum í handbolta. Einu sinni áður hafa þjóðirnar verið saman í riðli í undankeppni og var það fyrir HM í Japan 1997. Ísland sigraði með ellefu marka mun á Akureyri 32:21 en þremur dögum síðar urðu óvænt tíðindi í Aþenu þegar liðin gerðu jafntefli 20:20. Landsliðsþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson er einbeittur í aðdraganda leiksins.

„Ég fer einbeittur í alla leiki, sama á móti hverjum þeir eru, og ber virðingu fyrir öllum andstæðingum. Ég hef vanið mig á að nálgast öll verkefni á þann hátt. Ég þekki ekkert annað og vil hafa hlutina þannig. Sérstaklega nú þegar við vitum ekki almennilega hversu sterkur andstæðingurinn er. Erfitt er að átta sig á því vegna þess að hjá Grikkjum eru ákveðnar breytingar á liðinu rétt eins og hjá okkur. Þeir eru svolítið óskrifað blað. Varðandi Tyrkina þá eru þeir erfitt lið heim að sækja. Þar eru iðulega 4-5 þúsund áhorfendur og mikil læti. Er það áskorun sem þarf að standast.“

Nánar er fjallað um landsliðið í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Aron Pálmarsson í leiknum gegn Litháen í undankeppni HM í …
Aron Pálmarsson í leiknum gegn Litháen í undankeppni HM í júní. mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert