Jólin eru rauð og hvít í Firðinum

Adam Haukur Baumruk í leiknum í gær.
Adam Haukur Baumruk í leiknum í gær. mbl.is/Hari

Það verða rauð/hvít jól í Firðinum þetta árið en erkifjendurnir FH og Haukar skildu jafnir, 25:25, í háspennuleik í 12. umferð Olís-deildar karla í handknattleik í mikilli stemningu í Kaplakrika í gærkvöld. Hafnarfjarðarliðin eru í 3. og 4. sæti á eftir Val og Selfossi og allt útlit er fyrir rosalega toppbaráttu.

Viðureignir Hafnarfjarðarliðanna undanfarin ár hafa undantekningalítið verið ávísun á dramatík og spennu og vel á annað þúsund áhorfenda sem lögðu leið sína í Krikann fengu svo sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð, alveg eins og í Schenker-höllinni í 1. umferðinni þar sem niðurstaðan varð einnig jafntefli.

Adam Haukur Baumruk var hetja Haukanna en hann jafnaði metin með flautumarki, en 10 sekúndum áður hafði Bjarni Ófeigur Valdimarsson komið FH í forystu.

„Það var ferlega ljúft að sjá boltann í netinu. Ég fékk þau skilaboð frá bekknum að taka skotið og það eina sem ég hugsaði var að negla á markið og vona það besta,“ sagði Adam við Morgunblaðið eftir leikinn.

Nánar er fjallað um leik FH og Hauka í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert