„Ég er ekki að fara heim“

Guðjón Valur skorar í autt markið í kvöld.
Guðjón Valur skorar í autt markið í kvöld. AFP

„Þetta var tryllir af bestu gerð. Við erum svekktir með að hafa ekki landað sigri því við vorum búnir að koma okkur í góða stöðu með gríðarlega mikilli baráttu,“ sagði landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson við mbl.is eftir jafnteflið við Makedóníumenn á HM í handknattleik í Metz í kvöld.

Með þessum úrslitum er ljóst að Íslendingar mæta heimsmeisturum Frakka í Lille í leiknum um þriðja sætið en með sigri hefði andstæðingurinn orðið Norðmenn.

„Það er gríðarleg vinna fyrir þá leikmenn sem eru inni á miðjunni að spila alltaf manni færri. Þetta leit vel út hjá okkur. Við vorum búnir að vinna góða vinnu að spila sex á móti sjö en það er eðlilegt að lappirnar verði þyngri.

Ég er ekki að fara heim og það verður gaman að mæta í stemningsleik á móti frábæru liði Frakka. Nú eigum við bara að njóta þess að spila þann leik. Við nögum handarbökin í kvöld en rífum okkur svo upp og mætum vonandi ferskir til leiks á laugardaginn,“ sagði Guðjón Valur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert