Mexíkó og Nýja-Sjáland byrja vel á HM

Landsliðskonan Anna Sonja Ágústsdóttir, til hægri, í baráttu við leikmann …
Landsliðskonan Anna Sonja Ágústsdóttir, til hægri, í baráttu við leikmann Nýja-Sjálands í æfingaleik á dögunum. Ljósmynd/Ásgrímur Ágústsson

Fyrstu tveimur leikjunum á heimsmeistaramóti kvenna í íshokkí, 2. deild B, er lokið en mótið fer í heild sinni fram í Skautahöllinni á Akureyri. Ísland spilar sinn fyrsta leik í kvöld.

Í fyrsta leik dagsins vann Nýja-Sjáland sigur á Tyrkjum, 5:3. Nú er leik Mexíkó og Spánar nýlokið þar sem Mexíkó hafði betur, nokkuð óvænt, 3:1.

Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 20 og verður í beinu vefstreymi á mbl.is, og einnig í beinni textalýsingu. Ítarlega verður fylgst með mótinu alla keppnisdagana á íshokkívefnum, mbl.is/sport/ishokki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert