Fimm leikir á sex dögum

Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik sínum á EM á …
Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik sínum á EM á laugardaginn. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Evrópukeppni karlalandsliða í körfuknattleik, Eurobasket 2015, hefst á laugardaginn og er Ísland í fyrsta skipti á meðal þeirra þjóða sem unnu sér inn keppnisrétt. Riðlakeppnin fer fram í fjórum löndum og verður riðill Íslands í Berlín í Þýskalandi eins og íþróttaáhugamenn þekkja.

Fyrir þá sem velta fyrir sér ástæðu þessa fyrirkomulags, að dreifa keppninni um Evrópu, þá kom sú tilhögun ekki til af góðu. Úkraínumenn höfðu fengið keppnina úthlutaða en frá því var horfið vegna ófriðarbálsins sem blossaði upp í landinu. Var þá gripið til þess ráðs að leita til annarra þjóða með tiltölulega litlum fyrirvara.

Úr varð að Frakkar munu sjá um seinni hluta keppninnar og fer hún fram í Lille í norðurhluta Frakklands. Þær þjóðir sem tóku að sér að halda riðlakeppnina voru jafnframt verðlaunaðar með því að landslið þeirra gátu valið eina þjóð til að vera með í riðli.

Sjá greinina um EM í körfubolta í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert