Vildi sýna öllum hvað hún gæti eftir slæmt umtal

Carmen Tyson-Thomas er stigahæst í deildinni með 180 stig í …
Carmen Tyson-Thomas er stigahæst í deildinni með 180 stig í fjórum leikjum, 45 stig að meðaltali. Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson

Nýliðum Njarðvíkur var spáð neðsta sæti Dominos-deildar kvenna í vetur en liðið hefur komið flestum á óvart og unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum.

Liðið er að mestu skipað ungum leikmönnum með litla sem enga reynslu úr efstu deild en hin bandaríska Carmen Tyson-Thomas hefur heldur betur dregið vagninn. Hún hefur skorað 45 stig að meðaltali í fyrstu fjórum leikjunum og vakið gríðarlega athygli fyrir framgöngu sína.

„Hún er flottur liðsmaður, gerir leikmenn betri í kringum sig og er hörku persónuleiki líka. Það er gaman að henni og hún smellur vel inn í fjölskylduna okkar hér í Njarðvík,“ sagði Agnar Gunnarsson, þjálfari Njarðvíkur, þegar Morgunblaðið bað hann um að leggja mat á frammistöðu hennar.

Carmen lék með Keflavík fyrir tveimur árum. „Hún fékk ekki gott umtal frá Keflavík, hvorki frá stjórninni né áhorfendum. Hún sagði okkur að hún ætlaði að sýna öllum að hún gæti spilað körfubolta á Íslandi,“ sagði Agnar og nefnir að viðskilnaðurinn við Keflavík hafi ekki verið í góðu. Nú njóti hún sín hins vegar mun betur.

Sjá viðtal við Agnar Gunnarsson í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka