Njarðvík sigraði á flautukörfu

Njarðvíkingurinn Dwayne Lautier-Ogunleye með boltann í kvöld.
Njarðvíkingurinn Dwayne Lautier-Ogunleye með boltann í kvöld. mbl.is/Skúli
Það var háspenna lífshætta í oddaleik Njarðvíkur og Þórs Þorlákshafnar sem átti sér stað í Ljónagryfjunni í kvöld og lauk leiknum með sigri Njarðvíkur 98:97 eftir framlengdan leik. Njarðvík er því komið í undanúrslitaviðureignina gegn Val.

Leikurinn fór vel af stað og settu bæði lið niður þriggja stiga körfur í sínum fyrstu sóknum. Eftir það skiptust liðin á að ná forskotinu í leikhlutanum. Þegar um mínúta var eftir af fyrsta leikhluta var staðan 26:26 eftir þriggja stiga körfu frá Veigari Páli Alexanderssyni. Njarðvík fékk í kjölfarið tæknivillu sem heimamenn nýttu til hins ítrasta og settu niður fjögur stig og staðan 30:26. Maciej Baginski setti síðan niður tveggja stiga körfu áður en leikhlutinn kláraðist.

Stðan 34:38 fyrir Njarðvík eftir fyrsta leikhlutann.

Gestirnir í Þór Þ. settu niður fyrstu körfu annars leikhluta. Njarðvík leiddi samt allan leikhlutann og náði 9 stiga forskot í stöðunni 42:33 sem var mesti munurinn sem var á milli liðanna í fyrri hálfleik. Þór Þ. saxaði á forskotið fyrir hálfleik og gengu liðin til hálfleiks í stöðunni 52:49 fyrir Njarðvík, 3 stiga munur og leikurinn galopinn.

Stigahæstur í liði Njarðvíkur í fyrri hálfleik var Dominykas Milka með 13 stig en Jordan Semple var með 19 stig fyrir Þór Þ.

Fjórði leikhluti var magnaður. Þórsarar söxuðu niður forskot Njarðvíkur og jöfnuðu á endanum í stöðunni 59:59. Þór komst síðan yfir í stöðunni 61:59. Eftir það skiptust liðin á að komast yfir allt þangað til Njarðvík náði 6 stiga forskoti í stöðunni 72:66. Þegar þriðji leikhluti kláraðist var staðan 77:71 og allt í járnum.
Leikur kvöldsins var ótrúlega spennandi
Leikur kvöldsins var ótrúlega spennandi mbl.is/Skúli Sigurðsson


Fjórði leikhluti var upp á líf og dauða fyrir bæði lið. Njarðvíkingar náðu næst mesta forskoti leiksins í leikhlutanum þegar þeir komust í 82:74. Það breytti því ekki að leikmenn Þórs gáfust ekki upp og söxuðu hægt og rólega á forskotið og náðu að lokum að jafna leikinn með þriggja stiga körfu frá Jordan Semple í stöðunni 85:85. Fjórða leikhluta lauk síðan með jafntefli 87:87 og því þurfti að framlengja.

Það skal sagt áður en haldið er áfram með þennan kafla greinarinnar að svona framlenging verður aldrei aftur endurtekin. Þórsarar byrjuðu á að setja þrist og komast þremur stigum yfir. Njarðvíkingar náðu að jafna og komast yfir áður en Þór jafnaði í stöðunni 95:95. Njarðvík fór þá í sókn og missa boltann. Það notfærði Þór sér og setti niður tvö stig, staðan 97:95 fyrir Þór og 0,9 sekúndur eftir. Njarðvík tekur leikhlé. Eftir leikhlé gefur Chaz boltann á Þorvald Árnason sem skaut nánast frá miðju og setti boltann ofan í. Njarðvík fara því áfram í undanúrslitin gegn Val.

Stigahæstur í liði Njarðvíkur var Dominykas Milka með 25 stig en Darvin Davis var með 28 stig fyrir Þór.
Njarðvík 98:97 Þór Þ. opna loka
99. mín. skorar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert