Fyrrum forstjórar FL Group fá 290 milljónir í starfslokagreiðslur

Sigurður Helgason, fyrrum forstjóri Flugleiða, fær 161 milljón króna á næstu 4-5 árum í tengslum við starfslokasamning en Sigurður lét af störfum á síðasta ári. Þá fær Ragnhildur Geirsdóttir, fyrrum forstjóri FL Group, 130 milljónir króna á næstu 4-5 árum vegna starfslokasamnings en hún var forstjóri félagsins á síðasta ári frá júní fram í október.

Þetta kemur fram í skráningarlýsingu FL Group, sem birt var í síðustu viku í kjölfar á útboði nýrra hluta í nóvember.

Í skráningarlýsingunni kemur fram, að Hannes Smárason, núverandi forstjóri, fær 4 milljónir króna í laun á mánuði en hann á einnig rétt á bónusgreiðslum sem fara eftir rekstarárangri og geta orðið allt að þreföld árslaun. Hann er með 12 mánaða uppsagnarfrest.

Alls nema laun sjö annarra æðstu stjórnenda félagsins 154 milljónum króna á ári auk bónusgreiðlna, sem ákveðnar eru í lok hvers árs.

Skráningarlýsing FL Group

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK