Ítrekar spá um óbreytta stýrivexti

Greiningardeild Landsbankans segist í dag standa við spá sína um, að Seðlabankinn muni ekki breyta stýrivöxtum í næstu viku. Segir í Vegvísi Landsbankans, að tölur Hagstofunnar frá í morgun um 0,8% hagvöxt á milli ára á 3. ársfjórðungi breyti myndinni töluvert og að líkur á vaxtahækkun séu óverulegar.

Stýrivextir Seðlabankans eru nú 14%. Landsbankinn segir að Hagstofan birti tölur um hagvöxt á 4. ársfjórðungi þann 14. mars og væntanlega staðfesti þær tölur minnkandi vöxt innlendrar eftirspurnar. Gert sé ráð fyrir því, að Seðlabankinn hefji vaxtalækkunarferli sitt á fundi bankastjórnar þann 29. mars 2007.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK