Meintur hagnaður FL af AMR horfinn

Gengi bréfa AMR Corporation, móðurfélags bandaríska flugfélagsins American Airlines, hefur lækkað á síðustu vikum og er nú komið niður fyrir þá stöðu sem þau voru í við kaup FL Group á síðasta ársfjórðungi 2006. Í desember sl. var tilkynnt að FL Group ætti tæplega 6% hlut í AMR en hluturinn nú mun vera í kringum 8%.

Í kringum áramótin hækkuðu bréf AMR nokkuð snögglega og tveimur vikum eftir að tilkynnt var um kaup FL Group var greint frá því í Morgunblaðinu að óinnleystur hagnaður félagsins af fjárfestingunni í AMR gæti numið um fimm milljörðum króna. Þá stóð gengi bréfa AMR í 36 dollurum á hlut. Eftir það hækkuðu bréf AMR enn meir, fóru í rúma 40 dollara hinn 19. janúar sl. Á fjórum vikum höfðu bréfin hækkað um 33% og óinnleystur hagnaður FL Group kominn í um 10 milljarða króna. Eftir þetta hafa bréfin hins vegar lækkað jafnt og þétt í verði, svo mikið að meintur hagnaður FL er líklegast horfinn og gott betur.

Nánar er fjallað um þetta í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK