FL Group kaupir hlut í Commerzbank fyrir 63,5 milljarða

FL Group hefur eignast 2,99% hlut í Commerzbank, sem er annar stærsti banki Þýskalands. Markaðsvirði hlutarins er um 63,5 milljarðar króna, 723 milljónir evra en kaup á bréfum hafa farið fram á undanförnum vikum.

Í tilkynningu segir Hannes Smárason, forstjóri FL Group, að fjárfestingin í Commerzbank falli vel að fjárfestingarstefnu félagsins sem telji, að markaðsvirði bankans endurspegli ekki bata sem orðið hafi á starfseminni jafnt innan og utan Þýskalands. FL Group telji mikil tækifæri í banka- og fjármálaþjónustu og fleiri fjárfestingar séu þar til skoðunar.

FL Group segir að ákvörðun um kaupin hafi verið tekin eftir ítarlega greiningu. Bankinn sé hóflega verðlagður og búast megi við að væntingar um sameiningar á evrópskum bankamarkaði verði að veruleika.

Commerzbank er með 800 útibú í Þýskalandi og að auki með starfsemi í 40 löndum utan Þýskalands. Bankinn skilaði metafkomu árið 2006 sem nam 1597 milljónum evra, um 140 milljörðum króna. Markaðsvirði Commerzbank er 24,2 milljarðar evra eða um 2100 milljarðar króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK