Landsbankinn spáir vaxtalækkun í lok árs

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Kristinn

Greiningardeild Landsbankans spáir því að Seðlabankinn hefji vaxtalækkunarferli í nóvember og að vextir verði komnir í 9% um áramótin 2008 og 2009.

Í hagspá bankans fyrir tímabilið 2007-2010 kemur fram að vaxandi tengsl hagkerfisins við alþjóðlega fjármagnsmarkaði flækja framkvæmd peningastefnunnar og tefja fyrir lækkun vaxta vegna hættu á gengissveiflum. Almennt séð virðist sem hagræn alþjóðavæðing dragi úr svigrúmi stjórnvalda til hagstjórnar, samkvæmt hagspá Greiningardeildar Landsbanka Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK