Nýir hluthafar keyptu í Glitni og FL Group

Mikil viðskipti áttu sér stað með hlutabréf Glitnis og FL Group í gær. Fyrir opnun kauphallar OMX á Íslandi var í tvígang tilkynnt um tæplega 8,2 milljarða viðskipti í Glitni, á genginu 25,5 krónur á hlut, og tæplega 4,2 milljarða króna viðskipti í FL Group, á genginu 22,05 krónur á hlut. 8,2 milljarða króna hlutur í Glitni á áðurnefndu gengi jafngildir um 2,15% af heildarhlutafé félagsins og 4,2 milljarða króna hlutur í FL á genginu 22,05 jafngildir um 2,05% hlut í félaginu. Þetta má síðan margfalda með tveimur og þá er ljóst að samanlagt 4,3% hlutur í Glitni skipti um eigendur og samanlagt 4,1% hlutur í FL Group.

Engar tilkynningar um þessi viðskipti hafa borist í fréttakerfi kauphallar en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins munu nýir hluthafar hafi verið að bætast í hluthafahópa félaganna, innlendir hluthafar. Mun það vera sjóður á vegum Kaldbaks sem eru meðal þeirra sem komu að viðskiptunum með bréf Glitnis. Kaldbakur er dótturfélag Samherja og er Þorsteinn Már Baldvinsson því að koma á ný inn í hluthafahóp bankans. Ennfremur herma heimildir Morgunblaðsins að hann sé á meðal þeirra sem keyptu hlutinn í FL Group.

Þorsteinn Már vildi ekki staðfesta að hafa komið nálægt viðskiptunum þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK