Viðræður staðið yfir í nokkrar vikur

Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings
Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings mbl.is/Brynjar Gauti

Viðræður Kaupþings um að hætta við kaupin á NIBC hafa staðið yfir í nokkrar vikur og hefur Fjármálaeftirlitið verið upplýst um gang mála á meðan viðræður stóðu yfir, að sögn Hreiðars Más Sigurðssonar, forstjóra Kaupþings. Hann segir niðurstöðuna ákveðin vonbrigði enda hafi Kaupþings séð mikil tækifæri með samrunanum.

Aðspurður neitar Hreiðar því að ákvörðunin um að hætta við kaupin hafi verið tekin í kjölfar tilmæla Fjármálaeftirlitsins en eins og fram hefur komið í fréttum þótti ekki ósennilegt að eftirlitið myndi ekki veita kaupunum brautargengi.

Að sögn Hreiðars verða engir eftirmálar vegna þess að hætt var við viðskiptin og mun bankinn ekki þurfa að greiða JC Flowers, eiganda hollenska bankans NIBC, skaðabætur vegna samningsslitanna. Þetta þýðir um leið það að JC Flowers verður ekki hluthafi í Kaupþingi en hlut< af kaupverðinu átti að greiða með hlutafé í Kaupþingi.

Hreiðar segir að þetta séu vissulega vonbrigði en aðstæður á fjármálamörkuðum bjóði ekki upp á annað í dag. Þegar gengið var frá kaupsamningi í ágúst á síðasta ári hafi Kaupþing séð talsverð samlegðaráhrif milli bankanna tveggja. Nú verði hins vegar horft á innri vöxt Kaupþings og stefnt að því að styrkja og efla bankann án frekari fjárfestinga í öðrum fjármálafyrirtækjum bráð.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK