Eitraður vogunarsjóður

Breska blaðið SundayTelegraph segir í dag, að íslensk stjórnvöld berjist nú á hæl og hnakka til að koma í veg fyrir hrun efnahagslífsins. Segir blaðið, að Ísland hafi orðið illa fyrir barðinu á lausafjárkreppunni og haft er eftir ónafngreindum  sérfræðingi að landið sé nú meðhöndlað eins og það sé eitraður vogunarsjóður.

„Þetta er örsmátt land þar sem fyrirtæki og bankar hafa fært út kvíarnar  með það að markmiði að ná fram afkomu og áhrifum langt umfram raunverulegan styrk. Þessi útþenslustefna gerir það nú að verkum að tapið margfaldast. Enginn vill snerta á þessu lengur," hefur blaðið eftir sérfræðingnum.

Blaðið segir að íslenska krónan hafi hrapað á síðustu vikum, eignir bankanna hafi rýrnað um milljóna dala og skuldatryggingarálag bankanna sé í hæstu hæðum. Haft er eftir miðlara, að gjaldmiðillinn sé í frjálsu flæði. Bankarnir séu undir alvarlegri pressu og að því komi, að þeir verði fyrir áföllum. „Við gætum allir haft rangt fyrir okkur en þetta gæti valdið flugeldasýningu," segir hann. 

Íslendingar séu þó ekki einir um að fást við vandamál af þessu tagi. Það sama megi segja um fjölda breskra fyrirtækja, sem hafi notið góðs af því hve auðvelt var að fá lánsfé þar til nýlega. Einn þekktasti viðskiptavinur Kaupþings sé kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz, sem eigi stóra hluti í J. Sainsbury, Mitchells & Butler, SCi Entertainment og Somerfield. Kaupþing hafi séð um fjármögnun þeirra kaupa en öll þessi félög hafi fallið mjög í verði á síðasta ári og Tchenguiz hafi á pappírnum tapað nærri 1 milljarði punda.

Blaðið segir, að um 15 af stórum viðskiptavinum Kaupþings eigi í erfiðleikum af þessu tagi og það hafi áhrif á  bankann.

Grein Sunday Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK