Evrópskir hagfræðingar kalla eftir björgunaraðgerðum

Evrópusambandið - höfuðstöðvar íBrussel.
Evrópusambandið - höfuðstöðvar íBrussel. AP

Nokkrir af þekktustu hagfræðingum Evrópu hafa í ákalli hvatt leiðtoga Evrópusambandsins til að grípa til sam-evrópskrar neyðaráætlunar til að aðstoða banka álfunnar að koma í veg fyrir að „einu sinni á ævi“-kreppa var algjörlega úr böndunum.

Hagfræðingarnir 10 vara við því að Evrópa standi frammi fyrir kreppu á borð við þá sem við var að etja í kringum 1930 og sparifé hundruð milljóna sé ógnað nema stjórnvöld bregðist við. Ákallið er birt í riti DIW stofnunarinnar í Berlín og birtist í aðdraganda þess að Frakkar hafa boðið forsvarsmenn Breta, Þjóðverja og Ítala til neyðarfundar í París um helgina til að leggja drög að sameiginlegum viðbrögðum við ástandinu á fjármálamörkuðunum.

Franski fjármálaráðherrann bar til baka í fyrrakvöld fregnir af því að Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, sem nú er í forsæti Evrópusambandsins, myndi leggja fram björgunaráætlun fyrir bankana upp á 300 milljarða evra undir svipuðum formerkjum og neyðaráætlunin bandaríska gengur út á, þ.e. uppkaup á vondum eða vafasömum útlánum.

Hagfræðingarnir 10 ganga að vísu ekki svo langt í ákalli sínu og segja að meginvandi evrópskra banka sé mikil skuldsetning fremur er skortur á lausafé. „Af þeim sökum þarf framlag ESB að beinast að endurfjármögnun bankageirans," segir m.a. í ákallinu.

Þeir telja að aðgerðirnar þurfi að gerast á sameiginlegum forsendum Evrópusambandsins og þá í gegnum Evrópska fjárfestingabankann. „Núverandi aðferð að bjarga einum banka á eftir öðrum með fjármögnun á landsvísu mun leiða til Balkanvæðingar evrópska bankageirans."

Á ákallinu segja hagfræðingarnir að traust milli fjármálastofnana sé á hröðu undanhaldi og þar með hættan á að ótti breiðist hratt út. Umrótið verði að stöðva áður en það heggur að stoðum efnahagslífsins og lami lánsfjármarkaði, útrými störfum og atvinnustarfssemi með stórfelldum hætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK