Ríkið eignast 72% í GM

Reuters

Bandaríska ríkið mun eignast 72,5% hlut í bílaframleiðandanum General Motors samkvæmt tillögum fyrirtækisins, sem miða að því að forða General Motors frá gjaldþroti.

GM segir, að bandaríska fjármálaráðuneytið hafi fallist á áætlun um að stofna nýtt fyrirtæki, sem kaupir eignir bílaframleiðandans og kröfuhafar, sem höfðu hafnað fyrri tillögum, styðji meginmarkmið nýju áætlunarinnar.  

Mikil óvissa hefur ríkt um framtíð General Motors eftir að eigendur 27 milljarða dala skuldabréfa, sem GM hefur gefið út, höfnuðu áætlun um að breyta skuldinni í hlutafé. Þeir hefðu samkvæmt því eignast 10% af fyrirtækinu.

Samkvæmt nýju tillögunni gætu kröfuhafarnir eignast stærri hlut í GM.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK