Telur ólíklegt að fleiri evru-ríki fylgi á eftir Grikklandi

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklandsi og forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy
George Papandreou, forsætisráðherra Grikklandsi og forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy Reuters

Framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, segir litlar líkur á að fjármálakreppan í Grikklandi eigi eftir að breiðast út til annarra skuldsettra landa innan evru-svæðisins. 

Hann segir enga ástæðu til að ætla að Spánn og Portúgal neyðist til þess að leita eftir aðstoða annarra ríkja. Strauss-Kahn lét þessi orð falla eftir að forsætisráðherra Grikklands átti fund með forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy. Á fundinum ítrekaði Sarkozy stuðning Frakka við Grikki og styrktist gengi evrunnar í kjölfarið.

Strauss-Kahn segir í viðtali við Reuters fréttastofuna í morgun að Grikkland valdi erfiðleikum en ekki hafi komið upp vandamál gagnvart Spáni. „Það er í höndum evru-svæðisins að takast á við vandamál Grikkja. "


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK