Fyrsta lækkun raungengis krónunnar í ár

mbl.is/Júlíus

Raungengi krónu lækkaði lítillega í júlí eða um 0,2% frá fyrri mánuði, sé miðað við hlutfallslegt neysluverð. Þetta er í fyrsta sinn í á þessu ári sem raungengið hefur lækkað á milli mánaða en undanfarna sex mánuði hefur raungengið hækkað um 10% á mælikvarða hlutfallslegs verðlags.

Samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabankans var vísitala raungengis á ofangreindan mælikvarða 74,9 stig í júlí. Þessi lækkun kemur þvert á hækkun nafngengis krónunnar á sama tímabili en nafngengi krónu var 1,2% hærra í júlí en það hafði verið í júní, að því er segir í Morgunkorni Greiningar Íslandsbanka. 

Hinsvegar lækkaði  innlent neysluverðlag um 0,66% í júlímánuði á meðan verðlag erlendis hækkaði lítillega. Raungengið er nú  afar lágt í sögulegu samhengi, og lætur nærri að það sé fjórðungi undir meðaltali síðustu áratuga. Engu að síður hefur raungengið hækkað talsvert síðan það var hvað lægst í kjölfar hrunsins eða um rétt tæplega 17%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK