Hugmyndir um „Besta bankann“ til skoðunar

Borgarfulltrúar Besta flokksins munu á næstunni taka tillögu um stofnun nýs banka til skoðunar. Bankanum, sem yrði í eigu Reykjavíkurborgar, yrði ætlað að að lækka fjármagnskostnað borgarinnar með því að fá aðgang að veðlánum hjá Seðlabanka Íslands, sem síðan yrðu lánuð áfram. Þannig gæti borgin endurfjármagnað skuldir sínar á hagstæðari kjörum, og sparað sér háar vaxtagreiðslur. Fjármálafyrirtæki geta ein tekið lán hjá Seðlabankanum.

Jón Þór Ólafsson, meðlimur í vinnuhópi um endurbætur á fjármálakerfi Íslands, sem talað hefur fyrir hugmyndinni, segir að frumskoðun bendi til þess að það sé bæði „löglegt og arðbært fyrir borgina að stofna banka.“ Auk sparnaðarins sem hlytist af lægri fjármagnskostnaði myndi umsýslukostnaður lækka. Kostnaðurinn við stofnsetningu bankans yrði jafnframt óverulegur - sex vikna laun þeirra sem taka að sér verkið. Töluverður fjöldi fólks, með þá menntun sem til þarf, séu atvinnulausir og þá væri hægt að ráða.

Jón Þór leggur til að borgarfulltrúar Besta flokksins taki við keflinu og skipi starfshóp sem fari formlega yfir kosti og galla hugmyndarinnar. Umræðan er enn á frumstigi innan Besta flokksins, en ætlunin er að skoða tillögurnar á næstunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK