Landsvirkjun fær lán

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar.
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar.

Landsvirkjun og Norræni fjárfestingarbankinn skrifuðu í gær undir nýjan lánasamning að fjárhæð 70 milljónir Bandaríkjadollara eða að jafnvirði um 8,6 milljarða króna.

Um er að ræða fyrsta lánið, sem Norræni fjárfestingarbankinn veitir íslensku fyrirtæki eftir október 2008 þegar íslenska bankakerfið hrundi.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir í tilkynningu að um sé að ræða stóran áfanga í fjármögnun Búðarhálsvirkjunar. Lánveiting bankans endurspegli mikið traust á fyrirtækinu en staða Landsvirkjunar hafi sjaldan verið sterkari. 

Lokagjalddagi lánsins er 2027 og það ber Libor millibankavexti auk hagstæðs álags. Landsvirkjun segist hafa unnið að fjármögnun Búðarhálsvirkjunar á undanförnum misserum og vonir standi til að fjármögnuninni ljúki fljótlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK