Býst við helmingi minni hagvexti

Dilma Rousseff, forseti Brasilíu.
Dilma Rousseff, forseti Brasilíu. AFP

Seðlabanki Brasilíu tilkynnti í dag að hann hefði lækkað hagvaxtarspá sína fyrir þetta ár í 0,7% en áður hafði bankinn gert ráð fyrir 1,6% vexti. Spá hans er lægri en endurskoðuð spá ríkisstjórnar landsins í síðustu viku en þá lækkaði hún spá sína úr 1,8% í 0,9%.

Fram kemur í frétt AFP að spár aðila á markaði séu jafnvel enn svartsýnni. Þar á bæ sé ekki gert ráð fyrir nema 0,2% hagvexti á þessu ári og 1% á því næsta.

Brasilía hefur búið við góðan hagvöxt undanfarin ár að meðaltali en hefur glímt við bakslag í efnahagsmálum í ár. Þannig var hagvöxtur 7,5% árið 2010 og 2,5% á síðasta ári.

Seðlabanki Brasilíu segir þó að hugsanlega verði meiri gangur í hagkerfinu það sem eftir er af árinu sem kunni að hafa jákvæð áhrif á útkomu ársins.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK